UM ÖKUNÁM

METNAÐARFULL  ÖKUKENNSLA.

Bíllinn.

Fyrsta skrefið er að taka ökutíma, síðan er farið í ökuskóla 1 og samhliða honum eru eknir ca 10 ökutímar til að ná færni til að komast í æfingaakstur.  Þegar fer að líða að taka  prófið er farið í ökuskóla 2, kláraðir 14 ökutímar eða fleiri allt eftir því hvernig gengur, ökuskóli 3 er svo strax í kjölfarið, þegar þessu er lokið er hægt að taka bóklega prófið , síðan eru kláraðir síðustu ökutímarnir og loks verklega prófið.  í stuttu máli lítur þetta svona út. Engin skylda er að fara í æfingaakstur en það er mikill kostur ef þú hefur tök á því.

Í stuttu máli lítur þetta svona út.

Ökutími  Ökuskóli 1, ökutímar, æfingaakstur, ökuskóli 2, ökuskóli 3, bólkegt próf, ökutímar, verklegt próf.

Mótorhjólakennsla . Bifhjólakennsla

Á bifhjólið er kláraður ökuskóli og svo ökutímar, bóklegt próf og svo verklegt próf.

Ökuréttindin eru eftirfarandi.
B      Réttindi Almenn ökuréttindi á fólksbifreið

 • fólksbifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna og skráð fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns,
 • sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna,
 • fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,
 • fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins,
 • dráttarvél,
 • vinnuvél,
 • léttu bifhjóli,
 • bifhjóli á þremur, fjórum eða fleiri hjólum og
 • torfærutæki, s.s. vélsleða.  
 • BE    Réttindi á kerru sem er stærri en 750 kg, 18 ára.
 • Veitir rétt til að stjórna:
  samtengdum ökutækjum þar sem dráttartækið er í flokki B og leyfð heildarþyngd eftirvagns eða tengitækis er meiri en 750 kg
 • M      Réttindi á létt bifhjól
 • Veitir rétt til að stjórna:
  léttu bifhjóli með slagrými ekki yfir 50 sm3 og ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km 

Létt bifhjól (flokkur M) er  í námskrá og skilgreindir lágmarkstímar eru 12 bóklegir og 8 verklegir

A1     Réttindi á 125cc.  bifhjól

Bifhjól með aflvél sem ekki má fara yfir 125 rúmsentimetra og vélarafl að hámarki 11 kW. Margar “vespur” falla undir þessa skilgreiningu. Í ökuskírteini er þessi réttindaflokkur tilgreindur með gildistíma í neðri bifhjólalínu og fær tákntöluna 72

Námskröfur fyrir flokk A1 eru þær að viðkomandi skuli hafa lokið bóklegu námi fyrir almenn ökuréttindi og 5 verklegum kennslustundum hjá ökukennara í akstri bifhjóls í flokki A1 sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til slíks hjóls í ökukennslu og ökuprófum. Viðkomandi skal síðan standast bóklegt og verklegt próf. Bóklega prófið verður sambærilegt bóklegu prófi til M réttinda
A      Réttindi á bifhjól

efri lína 

 

 

 • tvíhjóla bifhjól án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,16 kW/kg. Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 25 kW,
 • tvíhjóla bifhjól með hliðarvagni þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,16 kW/kg,
 • bifhjól á þremur, fjórum eða fleiri hjólum,
 • létt bifhjól og
 • torfærutæki.  
 •  neðri lína   

  • ökutæki undir litlu bifhjóli hér fyrir ofan,
  • tvíhjóla bifhjól án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,16 kW/kg, eða vélarafl fer yfir 25 kW og
  • tvíhjóla bifhjól með hliðarvagni þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,16 kW/kg.

  .